SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir30. október 2024

ELDRI KONUR - ný skáldsaga

 

 

 

 

 

 

Skyldi þetta ekki vera áhugaverð saga Evu Rúnar sem hún er að senda frá sér þessa dagana?

Ung kona gefur lesendum rapport af þráhyggju sinni fyrir eldri konum. Hún rekur líf sitt frá barnæsku til fullorðinsáranna gegnum frásagnir af konum sem hafa heltekið hana. Eldri konur er röntgenmynd af ástandi. Lesandi kynnist konunni með ólíkum brotum afsögu hennar, uppvexti í flóknum heimilisaðstæðum, mismunandi vinnustöðum, vináttu, ástum, sigrum og ósigrum.

Eva Rún Snorradóttir hefur áður sent frá sér ljóðabækurnar Heimsendir fylgir þér alla ævi, Tappi á himninum og Fræ sem frjóvga myrkrið sem og sagnasveiginn Óskilamunir.
Eldri konur er hennar fyrsta skáldsaga.

 

Tengt efni