SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir12. mars 2019

Handsterk með ólíkindum

Kjarnakonan og hagyrðingurinn Málfríður Friðgeirsdóttir lætur til sín taka í skáldatalinu:

„Málfríður var stórbrotin kona og skaphörð. Hún var hávaxin, svipmikil og sköruleg. Hún var handsterk með ólíkindum og sigraði sterkustu menn í krók þegar hún var komin á tíræðisaldur. Kjarkur hennar og dugnaður var óbilandi allt til enda þrátt fyrir erfiðleika og áföll. Málfríður starfaði allmikið að félagsmálum, einkum bindindismálum og var heiðursfélagi í stúkunni „Gleym mér ei“ á Sauðárkróki.

Málfríður var hagmælt og setti saman tækifærisvísur og kvæði sem safnað var saman á bók 1950.“

Tengt efni