SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir29. desember 2024

MAGNAÐ ÚTVARPSLEIKRIT: ÞAU SJÁ OKKUR EKKI Í MYRKRINU

Á jóladag og annan í jólum var flutt útvarpsleikritið Þau sjá okkur ekki í myrkrinu eftir Kristínu Eiríksdóttur. Verkið byggir á viðtölum Kristínar við vini hennar frá Palestínu, Ahmed Almamlouk og Fadia Redwan, sem komu til Íslands að leita að vernd.

Verkið er sett fram sem tvö afar áhrifarík eintöl þar sem Hilmar Guðjónsson leikur Ahmed og Ilmur Kristjánsdóttir leikur Fadiu. Þau segja sögu sína; frá uppvexti sínum og lífinu á Gaza þaðan sem dauðinn hrekur þau af stað í háskalega för í von um að bjarga sér og fjölskyldu sinni. 

Hér má nálgast þessar mögnuðu frásagnir.

Hér má hlýða á viðtal við Kristínu Eiríksdóttur um verkið og tildrög þess.