SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Kristín Eiríksdóttir

Kristín Eiríksdóttir fæddist árið 1981 í Reykjavík. Móðir hennar er Ingibjörg Haraldsdóttir ljóðskáld og þýðandi.

Kristín lauk B.A. prófi frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2005 og hefur fengist við myndlist samhliða ritstörfum.

Kristín skrifar innan ólíkra bókmenntagreina og hefur gefið út ljóð, smásögur, skáldsögur, auk þess að fást við skrif fyrir leiksvið.

Fyrsta ljóðabók Kristínar, Kjötbærinn, kom út árið 2004. Áður höfðu ljóð hennar birst í ýmsum tímaritum og dagblöðum. 

Árið 2010 kom út smásagnasafnið Doris deyr og haustið 2012 skom fyrsta skáldsagan, Hvítfeld – fjölskyldusaga.

Kristín  hefur einnig skrifað leikrit og fyrstu verk hennar sem sett voru á svið voru Karma fyrir fugla, sem hún skrifaði með Kari Ósk Grétudóttur, og sýnt var í Þjóðleikhúsinu í febrúar 2013 og Skríddu sem sýnt var í Borgarleikhúsinu í apríl 2013.  

Auk þess að sinna ritstörfum hefur Kristín tekið þátt í samsýningum og sett upp gjörninga í samstarfi við Ingibjörgu Magnadóttur, bæði hér heima og erlendis. Sögur hennar og ljóð hafa verið þýdd yfir á erlend tungumál og hún hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.

Kristín býr í Reykjavík.


Ritaskrá

 • 2022 Tól
 • 2019  Kærastinn er rjóður
 • 2017  Elín, ýmislegt
 • 2015  Hystory
 • 2014  KOK
 • 2013  Ljóð í leiðinni: skáld um Reykjavík
 • 2012  Hvítfeld – fjölskyldusaga
 • 2011  Ljóð í Ny islandsk poesi
 • 2010  Doris deyr
 • 2009  Í öðru landi
 • 2008  Annarskonar sæla
 • 2006  Húðlit auðnin
 • 2005  Ljóð í Ást æða varps
 • 2004  Kjötbærinn
 • 2004  Tvö ljóð  

 

Verðlaun og viðurkenningar

 • 2018  Fjöruverðlaunin fyrir Elín, ýmislegt
 • 2017  Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Elín, ýmislegt
 • 2014  Verðlaun bóksala fyrir KOK

 

 

Tilnefningar

 • 2022  Til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Tól
 • 2020  Til Maístjörnunnar fyrir Kærastinn er rjóður
 • 2015  Til Menningarverðlauna DV í leiklist fyrir Hystory
 • 2014  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir KOK
 • 2013  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Hvítfeld-fjölskyldusögu

 

 

Þýðingar

(í vinnslu)

Þýðingar á verkum Kristínar:

 • 2020  Elin (Veress Kata þýddi á ungversku)
 • 2020  Elín, diverse (Arvid Nordh þýddi á sænsku)
 • 2019  Elín, ranzno (Meri Kicovska þýddi á makedónsku)
 • 2018  Elin, diverse (Kim Lembek þýddi á dönsku)
 • 2019  A fist or a heart (Larissa Dairlaine Kyzer þýddi á ensku)

 

Þýðingar Kristínar:

 • 2007  Morten Ramsland: Hundshaus

Tengt efni