Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙29. janúar 2025
RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR HEFUR NÚ BÆST VIÐ SKÁLDATALIÐ
Ragnheiður Jónsdóttir hefur nú bæst við Skáldatalið okkar en hún sló strax í gegn með sinni fyrstu glæpasögu, Blóðmjólk, sem kom út árið 2023 og hreppti Svartfuglinn. Í fyrra sendi hún svo frá sér glæpasöguna Svikaslóð. Sögurnar má einnig kalla skvísukrimma sem eykur mjög á fjölbreytnina í glæpasagnaheiminum.