SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir31. janúar 2025

GUÐRÚN JÓNÍNA MAGNÚSDÓTTIR BÆTIST VIÐ SKÁLDATALIÐ

Guðrún Jónína Magnúsdóttir hefur nú bæst við Skáldatalið en hún hefur samið verk af ýmsum toga, fyrir bæði börn og fullorðna.

Guðrún fekk talsverða athygli fyrir ævisöguna Álfadalur: Sönn saga um kynferðisofbeldi, þöggun og afleiðingar þess sem kom út árið 2022. Í sögunni segir Guðrún frá ódæðum afa síns en hann nauðgaði móður hennar sem varð í tvígang ólétt af hans völdum. Lesa má meira um efni sögunnar í viðtali við Guðrúnu sem birtist sama ár og sagan kom út.

Í fyrra sendi Guðrún frá sér aðra athyglisverða bók, Rokið í stofunni, en svo segir frá henni í auglýsingatexta: 

Hersetin Reykjavík árið 1942. Þrettán ára stúlka er handtekin og handjárnuð úti á götu. Færð með lögreglubifreið í varðhald.Næst var stúlkan dæmd til dvalar á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Þar voru vistaðar  stúlkur er gef’ið var að sök að hafa átt náið samneyti við erlent setulið í landinu.  Sagan sem hér er sögð af stuttu og erfiðu lífi þessarar stúlku byggir á dagbókum forstöðukonu á Kleppjárnsreykjum, lögregluskýrslum, dómum, bréfum, kirkjubókum og munnlegri frásögn þolenda.