Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙24. febrúar 2025
KRISTÍN SIGFÚSDÓTTIR Í FRJÁLSUM HÖNDUM
Kristín Sigfúsdóttir (1876-1953) var fátæk og ómenntuð bóndakona en hún varð þjóðkunnur og vinsæll rithöfundur er á leið síðustu öld. Verk hennar fengu í fyrstu prýðilegar viðtökur sem hvöttu hana til að halda áfram að skrifa en í bréfi til Jóns úr Vör skrifar hún: „Duldist mér þó ekki, að dómarnir voru skrifaðar af vorkunnsemi vegna erfiðrar aðstöðu minnar.“ Með tímanum urðu dómarnir um verk Kristínar harðari og óvægnari og mögulega þess vegna varð talsverð bið á að hún sendi aftur frá sér verk.
Illugi Jökulsson les upp úr æviminningum Kristínar í þætti sínum, Frjálsar hendur, sem má nálgast hér.