SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir11. mars 2025

ÁSTIN FISKANNA Á KÍNVERSKU

 

Skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, Ástin fiskanna, er komin út á kínversku í þýðingu Xinyu Zhang. Skáldsagan kom fyrst út á Íslandi árið 1993 og er í miklu uppáhaldi hjá mörgum lesendum. Hún hefur áður komið út á dönsku, sænsku og þýsku.

Xinyu Zhang (sem er fæddur ári eftir að Ástin fiskana kom út), lærði íslensku og íslenskar bókmenntir við Háskóla Íslands um árabil og hefur áður þýtt skáldsöguna Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur. 

Það hlýtur að vera einstök tilfinning að sjá verk eftir sig á kínversku og ekki spillir fyrir hversu skemmtileg kápa er á þýðingunni.

 

 

 

 

Tengt efni