SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Sigurðardóttir

Steinunn Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 1950.

Steinunn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og BA prófi í sálarfræði og heimspeki frá University College í Dublin 1972.

Steinunn gaf út fyrstu bók sína, ljóðabókina Sífellur, 19 ára gömul og vakti hún strax athygli. Síðan hefur hún sent frá sér fjölmargar ljóðabækur, smásagnasöfn og skáldsögur, auk þess sem hún hefur skrifað leikrit bæði fyrir útvarp og sjónvarp.

Steinunn hefur markað sér stöðu sem einn fremsti rithöfundur Íslands, bæði á sviði ljóðagerðar og skáldsagnagerðar. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín. Árið 1995 hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Hjartastað og Fjöruverðlaunin hlaut hún fyrir Heiðu - fjalldalabóndann. Þá hefur Steinunn hlotið Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins.

Í maí 2022 var Steinunn Sigurðardóttir sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands fyrir framlag sitt til íslenskra bókmennta og tungu.

Mörg verk Steinunnar hafa verið þýdd á erlend mál og frönsk kvikmynd byggð á skáldsögunni Tímaþjófnum var frumsýnd árið 1999.

Steinunn hefur kennt ritlist við Háskóla Íslands og Háskólann í Strassburg. Á yngri árum var hún fréttamaður útvarps og fréttaritari með hléum frá 1970-1982. Steinunn hefur einnig starfað sem blaðamaður og þáttagerðarmaður við útvarp og sjónvarp. 

Um árabil hefur Steinunn búið hluta hvers árs erlendis, lengst af í Þýskalandi og Frakklandi, en einnig hefur hún dvalið í öðrum Evrópulöndum, Bandaríkjunum og Japan.

Steinunn Sigurðardóttir er mikill unnandi íslenskrar náttúrun, eins og glöggt má sjá af skáldskap hennar. Hún hefur verið óþreytandi að berjast fyrir verndun náttúrunnar og vekja athygli á þeim ógnum sem mannkyn og náttúra stendur frammi fyrir vegna hamfarahlýnunar (nýyrði Steinunnar). Mörg skáldverka Steinunnar vitna um þessa baráttu hennar, til að mynda ljóðabókin Dimmumót sem er áhrifaríkt tregaljóð um áhrif hamfarahlýnunar á Vatnajökul.

Steinunn er gift Þorsteini Haukssyni tónskáldi. Hún á eina uppkomna dóttur.

 


Ritaskrá

 • 2023  Ból
 • 2022  Tíminn á leiðinni
 • 2021  Systu megin. Leiksaga
 • 2019  Dimmumót
 • 2018  Að ljóði munt þú verða
 • 2016  Af ljóði ertu komin
 • 2016  Heiða - fjalldalabóndinn
 • 2014  Gæðakonur
 • 2012  Fyrir Lísu
 • 2011  Jójó
 • 2009  Góði elskhuginn
 • 2007  Ástarljóð af landi
 • 2005  Sólskinshestur
 • 2004  Ljóðasafn: Frá sífellum til hugásta
 • 2002  Hundrað dyr í golunni
 • 2001  Jöklaleikhúsið
 • 1999  Hugástir
 • 1998  Frænkuturninn
 • 1997  Hanami: Sagan af Hálfdani Fergussyni
 • 1995  Hjartastaður
 • 1993  Ástin fiskanna
 • 1991  Kúaskítur og norðurljós
 • 1990  Síðasta orðið: Safn til eftirmæla eftir hluta Ívarsen-ættbálks og tengdafólks á 20. öld: Útgefið, safnað, flokkað og ritstýrt af fræðimanninum Lýtingi Jónssyni frá Veisu í Önguldal.
 • 1988  Ein á forsetavakt: Dagar í lífi Vigdísar Finnbogadóttur
 • 1987  Kartöfluprinsessan
 • 1986  Tímaþjófurinn
 • 1983  Skáldsögur
 • 1981  Sögur til næsta bæjar
 • 1979  Verksummerki
 • 1971  Þar og þá
 • 1969  Sífellur

 

Annað (í vinnslu)

 • 1983 Útilegan (útvarpsleikrit)
 • 1982 Líkamlegt samband í Norðurbænum (sjónvarpsleikrit)

 

Verðlaun og viðurkenningar

 • 2023  Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Ból
 • 2023  Heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Íslands
 • 2022  Heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands
 • 2017  Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar
 • 2016  Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna fyrir Heiðu – fjalldalabóndann
 • 2014  Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
 • 1995  Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Hjartastað
 • 1995  Menningarverðlaun Visa Ísland
 • 1990  Viðurkenning úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins

 

Tilnefningar

 • 2019  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Dimmumót
 • 2016  Til Menningarverðlauna DV fyrir Af ljóði ertu komin
 • 2011  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Jójó
 • 2009  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Góða elskhugann
 • 2005  Til Menningarverðlauna DV fyrir Sólskinshest
 • 2005  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Sólskinshest
 • 1999  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Hugástir
 • 1997  Til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Hjartastað
 • 1996  Til Aristeion verðlaunanna fyrir Hjartastað
 • 1994  Til Menningarverðlauna DV fyrir Ástin fiskanna
 • 1990  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Síðasta orðið
 • 1988  Til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Tímaþjófinn

 

Þýðingar

Þýðingar á skáldskap Steinunnar (í vinnslu)

 • 2022  Kärleker (John Swedenmark þýddi á sænsku)
 • 2022  Nachtdämmern: Gedichter (Kristof Magnusson þýddi á þýsku)
 • 2020  Heiða: Bonden i fjeldenes dal (Mette Fanø þýddi á dönsku)
 • 2019  Heiða. a shepherd at the edge of the world (Philip Roughton þýddi á ensku)
 • 2019  Heiða: romanzo (Silvia Cosimini þýddi á ítölsku)
 • 2019  Sauebonden Heiða (Barbro Lundberg þýddi á norsku)
 • 2019  Heiða: schaapherder aan de rand van de wereld (Willemien Werkman þýddi á hollensku)
 • 2019  Heiða: una pastora en el fin del mundo (Enrique Bernández þýddi á spænsku)
 • 2019  Farma Heidy: Owce, islandzka wieś i naprawianie świata (Jacek Godek þýddi á pólsku) 
 • 2018  Heiðas Traum: eine Schäferin auf Island kämpft für die Natur (Tina Flecken þýddi á þýsku)  
 • 2017  Maîtresses femmes (Catherine Eyjólfsson þýddi á frönsku)
 • 2017  Jojo (Marcel Otten þýddi á hollensku)
 • 2016  The good lover (Phil Roughton þýddi á ensku)
 • 2016  Dobríot ljúborník (Elena Koneska þýddi á makedónísku)
 • 2015  Yo-Yo (Rory McTurk þýddi á ensku)
 • 2014  Place of the heart (Philip Roughton þýddi á ensku)
 • 2014  De goede minnaar (Marcel Otten þýddi á hollensku)
 • 2014  Jojo (Coletta Bürling þýddi á þýsku)
 • 2013  Yo-Yo (Catherine Eyjólfsson þýddi á frönsku)
 • 2011  Cent portes ouvertes au vents (Catherine Eyjólfsson þýddi á frönsku)
 • 2011  Der gute Liebhaber [Coletta Bürling þýddi á þýsku)
 • 2011  Den gode elsker (Mette Fanø þýddi á dönsku)
 • 2010  Amour de l'Islande: Poèmes (Régis Boyer þýddí á frönsku)
 • 2008  Sonnenscheinpferd (Coletta Bürling þýddi á þýsku)
 • 2008  Le cheval soleil (Catherine Eyjólfsson þýddi á frönsku)
 • 2007  Solskenshäst (John Swedenmark þýddi á sænsku)
 • 2007  Solskinshest (Mette Fanø þýddi á dönsku)
 • 2006  Die Liebe der Fische (Coletta Bürling þýddi á þýsku)
 • 2005  Jøkelteatret (Mette Fanø þýddi á dönsku)
 • 2004  Hundra dörrar i brisen (John Swedenmark þýddi á sænsku)
 • 2003  Jökelteatern (John Swedenmark þýddi á sænsku)
 • 2003  Gletschtheater (Coletta Bürling þýddi á þýsku)
 • 2001  Herzort (Coletta Bürling þýddi á þýsku)
 • 2000  La Place du coeur (François Émion þýddi á frönsku)
 • 2000  Tantetärnet (Mette Fanø þýddi á dönsku)
 • 1999  Sydämen seutuvilla (Tuuva Tuula þýddi á finnsku)
 • 1999  Hálfdan Fergusson lämner livet på jorden (Inge Knutson þýddi á sænsku)
 • 1998  Hjertesteder (Mette Fanø þýddi á dönsku)
 • 1997  Der Zeitdieb (Coletta Bürling þýddi á þýsku)
 • 1997  Hjertets sted (Tone Myklebost þýddi á norsku)
 • 1996  Hjärttrakten (Inge Knutson þýddi á sænsku)
 • 1996  De dief de tijd (Paula Vermeyden þýddi á hollensku)
 • 1995  La voleur de vie (Régis Boyer þýddi á frönsku)
 • 1995  Fiskenes kærlighed (Mette Fanø þýddi á dönsku)
 • 1994  Fiskarnas kärlek (Inge Knudson þýddi á sænsku)
 • 1993  Sista ordet (Inge Knudson þýddi á sænsku)
 • 1992  Tidsrøveren (Mette Fanø þýddi á dönsku)
 • 1992  Tidstjuven (Inge Knutson þýddi á sænsku)
 • 1991  The Thief of Time (Rory McTurk þýddi á ensku)
 • 1989  Alene på presedentposten. Dage i Vigdis Finnbogadottirs liv (Peter Søby Kristensen þýddi á dönsku)

 

Þýðingar eftir Steinunni (í vinnslu)

 • 1992  Iris Murdock: Svarti prinsinn
 • án árs  Tom Stoppard: Listamaður fer niður stiga (útvarpsleikrit)
 • án árs Tom Stoppard: Það var hundurinn sem varð undir (70 bls., óútg.)
 • án árs James Saunders: Aumingja Símon (18 bls., óútg.)

 

Tengt efni