FYRSTA LJÓÐABÓK EYRÚNAR INGADÓTTUR
Eyrún Ingadóttir sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók síðastliðið haust. Bókin hefur titilinn UPPHAFSHÖGG og undirtitilinn: Ljóð um listina að spila golf. Ekki er þó víst að taka eigi þennan undirtitil of alvarlega - það kann að vera að í golf-íþróttinni sé fólgin táknsaga fyrir lífið sjálft og jafnvel ástina. Það verður þó hver lesandi að gera upp við sjálfan sig.
Ljóðabók Eyrúnar er óvenju glæsileg í formi og ytri búnaði. Pappír er vandaður og allar síður með litprentuðum myndum sem ljóðtextinn er prentaður á. Myndirnar gætu verið af golfvelli - sléttum flötum og sandgryfjum - eða þær gætu hver og ein verið abstrakt-listaverk. Heiðurinn af myndunum á Gabríel Benedikt Bachmann.
Ljóð Eyrúnar eru hugvekjandi og segja sögu sem gaman er að pæla í. Eitt þeirra ber yfirskriftina ÁSTIN Á NÍTJÁNDU og er svona:
þú sem hélstað allt væri búiðþegar drifhöggiðgeigaði á sautjándu brautfórst þess í staðholu í höggiá þeirri nítjánduvissir ekkiað hægt væriað spila velutan vallarfannstnýjan rástímaannan félagaá leikvelli lífsins