SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Eyrún Ingadóttir

Eyrún Ingadóttir er fædd á Hvammstanga 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1987, BA prófi í sagnfræði við HÍ 1993 og diplóma í stjórnun- og starfsmannamálum frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2003. 

Eyrún hefur ritað fjölda greina í blöð og tímarit, m.a. í Lögmannablaðið, Veru, Árnesing og Uppeldi. Hún hefur skrifað barnabók, ævisögu og bækur sagnfræðilegs eðlis. 

Nýjasta bók hennar er Ljósmóðirin (2012), söguleg skáldsaga um Þórdísi Símonardóttur, ljósmóður á Eyrarbakka, sem uppi var um aldamótin 1900. Þórdís var þekkt fyrir að berjast gegn yfirgangi og kúgun valdsmanna sem beittu öllum ráðum til að beygja hana í duftið. 

Eyrún hefur starfað sem framkvæmdastjóri Lögfræðingafélags Íslands og fararstjóri hjá  Bændaferðum. Hún er búsett í Reykjavík. 


Ritaskrá

  • 2020 Konan sem elskaði fossinn
  • 2012 Ljósmóðirin
  • 2005 Ríkey ráðagóða
  • 2005 Sagnamaðurinn Örn Clausen segir sögur af samferðafólki
  • 2002 Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð (meðritstjóri)
  • 1998 Gengið á brattann. Ævisaga Eyjólfs R. Eyjólfssonar „alkakrækis“
  • 1994 Að Laugarvatni í ljúfum draumi. Saga Húsmæðraskóla Suðurlands
  • 1992 Í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna. Saga Húsmæðraskóla Reykjavíkur í 50 ár