Soffía Auður Birgisdóttir∙17. apríl 2025
140 ÁR FRÁ FÆÐINGU KARENAR BLIXEN
Í dag, 17. apríl, eru 140 ár liðin frá því að danska skáldkonan Karen Blixen fæddist. Af því tilefni endurflytur ríkisútvarpið þátt sem Dagný Kristjánsdóttir gerði höfundinn árið 1996. Í þættinum, sem er í tveimur hlutum, verður fjallað um ævi og verk Karenar Blixen og verður sá fyrri á dagskrá á rás 1 í dag kl. 15 en sá síðari er fluttur á sama tíma á morgun.
Þátturinn hefur yfirskriftina SORGARAKUR og er þar vísað í eina af þekktari sögum Karenar Blixen en hún er úr sagnasafninu VETRARÆVINTÝRI sem til er í íslenskri þýðingu Arnheiðar Sigurðardóttur árið 1959.
Við mælum með þætti Dagnýjar og birtum í tilefni dagsins grein um Karen Blixen.