SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 3. maí 2025

JARÞRÚÐUR JÓNSDÓTTIR BÆTIST VIÐ SKÁLDATALIÐ

Jarþrúður Jónsdóttir hefur nú bæst við Skáldatalið. Hún sendi aldrei frá sér ljóðabók en það birtust þó ljóð eftir hana víða, m.a. í „Framsókn. Blað íslenskra kvenna“ sem hún ritstýrði, ásamt Ólafíu Jóhannsdóttur. Þetta var fyrsta blaðið sem fjallaði um stöðu og réttindi kvenna á Íslandi og lét Jarþrúður víðar að sér kveða í kvenréttindamálum, líkt og lesa má um í Skáldatalinu okkar. 

Kunnust almenningi var Jarþrúður fyrir „Hannyrðabókina“ (Leiðarvísir til að nema ýmsar kvenlegar hannyrðir)sem hún samdi ásamt systur sinni Þóru og frænku þeirra Þóru Pétursdóttur. Bókin náði mikilli útbreiðslu og vinsældum, enda ekki völ á öðru kennsluefni á þessu sviði. 

Hér má fletta verkinu Leiðarvísir til að nema ýmsar kvennlegar hannyrðir