Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙10. ágúst 2025
EINA KONAN MEÐ BÓK Í AFMÆLISÚTGÁFU MÁLS OG MENNINGAR ÁRIÐ 1962
Það bætist alltaf við Skáldatalið okkar og nú er það ferðabókahöfundurinn Rannveig Tómasdóttir (1911-2005).
Rannveig nam fjölda tungumála við Háskóla Íslands og ferðaðist víða um heim. Hún sendi frá sér þrjár bækur um ferðalög sín, Fjarlæg lönd og framandi þjóðir (1954), Lönd í ljósaskiptunum (1957) og Andlit Asíu (1962). Þess má geta að sú síðastnefnda var eina bókin eftir konu í útgáfu Máls og menningar á 12 bókum í tilefni 25 ára afmælis útgáfufélagsins árið 1962.