SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 6. september 2025

PULSUR OG PÓESÍA

Klukkan fimm í dag verður boðið upp á fjórðu útgáfu af PØLSE & POESI, síðdegisstund með ljóðaupplestri, góðum mat og drykk, í Norræna húsinu.
 
Þema þessa viðburðar er „Vestnorrænar raddir„ þar sem skáld frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum koma fram.
 
Á meðan á PØLSE & POESI stendur verður boðið upp á ókeypis pylsur/pulsur, meðlæti og drykki frá ýmsum Norðurlöndum, sem sýna fjölbreytileika norrænnar „pylsumenningar“. Einnig verða í boði grænmetisréttir.
 
Fram koma skáldin:
 
Nansý Sunadóttir (FO)
Miki Klamer (GL/DK)
Alberte Parnuuna (GL)
Ragnar Helgi Ólafsson (IS)
 
Aðgangur, matur og drykkir eru ÓKEYPIS