SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Brynja Hjálmsdóttir

Brynja Hjálmsdóttir er fædd árið 1992.

Brynja er með BA próf í kvikmyndafræði og MA próf í ritlist frá Háskóla Ísland.

Brynja hefur birt ljóð og sögur í safnbókum og tímaritum á borð við Tímarit Máls og menningar og Són. Meðfram ritstörfum vinnur Brynja í bókabúð og gengur í ýmiss önnur tilfallandi störf, sem ganga flest út á að horfa á bíómyndir og skrifa um þær.

Árið 2019 kom hennar fyrsta bók, Okfruman, út hjá Unu útgáfuhúsi. Bókin var valin ljóðabók ársins af bóksölum og hlaut þar að auki tilnefningu til Fjöruverðlauna. Fyrir næstu ljóðabók sína, Kona lítur við hlaut Brynja tilnefningu til ljóðabókaverðlaunanna Kona lítur við.

2022 hlaut Brynja Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið "Þegar dagar aldrei dagar aldrei" og sama ár hlaut hún Hvatningarverðlaun Vigdísar Finnbogadóttur.


Ritaskrá

  • 2024  Friðsemd (skáldsaga)
  • 2022  Ókyrrð (leikrit)
  • 2021  Kona lítur við (ljóð)
  • 2019  Okfruman (ljóð)

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2024  Viðurkenning bóksala (3. sæti) fyrir Friðsemd
  • 2022  Hvatningarverðlaun Vigdísar Finnbogadóttur
  • 2022  Ljóðstafur Jóns úr Vör fyrir ljóðið "Þegar dagar aldrei dagar aldrei"
  • 2019  Viðurkenning bóksala (1. sæti) fyrir Okfrumuna

 

Tilnefningar

  • 2021  Til Maístjörnunnar fyrir Kona lítur við
  • 2019  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Okfrumuna
  • 2019  Til Rauðu hrafnsfjaðrarinnar fyrir Okfrumuna

 

Heimasíða

https://brynjahjalmsdottir.com/

Tengt efni