FLUGTAK!
Ert þú með hugmynd að skáldsögu, nóvellu, barnabók eða öðru stóru söguefni? Veistu ekki hvar þú átt að byrja, eða langar í stuðning og endurgjöf á fyrstu metrunum í skrifum?
Þá er námskeiðið Flugtak! fyrir þig!
Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir þátttakendur sem langar að hella sér út í skrif á skálduðu efni í lengra formi en það sem smásagan býður upp á, og eru þegar komnir með hugmynd að sögu. Það er bæði kennt í raunheimum, í tveimur smiðjum í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins við Dyngjuveg, og á netinu, þar sem nemendur fá einkaráðgjöf frá leiðbeinanda og skila verkefnum.
Saman brunum við út á skrifabrautina og að námskeiði loknu er markmiðið að þátttakendur séu komnir á flug á skrifum!
ATH. Takmörkuð pláss í boði! Skráning er hafin og fer fram hér.
Verð: 60.000 kr.
Hist er í tvö skipti í september í 2,5 tíma í senn.
Mánudagur 15. september, 18 – 20.30
Hist er í Gunnarshúsi við Dyngjuveg. Þátttakendur kynna söguhugmyndir sínar í stuttu máli. Í fræðandi fyrirlestri er fjallað um aðdraganda lengri skrifa, um persónusköpun, byggingu og átök, vendipunkta og fjölmargt annað.
Í kjölfar smiðjunnar skila þátttakendur tveggja blaðsíðna samantekt á söguhugmynd sinni til leiðbeinanda.
Vikan 22. – 26. september
Þátttakendur fá 30 mínútna Zoom-viðtal og ráðgjöf frá leiðbeinanda þar sem þeir fá endurgjöf á verkefnið sitt og geta ráðfært sig um næstu skref í skrifum.
Mánudagur 29. september, 18 – 20.30
Hist er í Gunnarshúsi við Dyngjuveg. Farið er ítarlegar í ýmis hagnýt ráð við skrif skáldsagna og lengri texta, gerðar æfingar sem nýst geta þátttakendum áfram í skrifum og hugað að framhaldinu.
Í kjölfar smiðjunnar skila þátttakendur einum kafla úr handritinu sínu að eigin vali til leiðbeinanda og fá skriflega endurgjöf.
Að námskeiði loknu ættu þátttakendur því að hafa öðlast skýrari og mótaðri sýn á söguefni sitt, hafa gert drög að verkáætlun fyrir framhaldið, hafist handa við skrif á í það minnsta einum kafla og hafa öðlast ýmis verkfæri og hagnýt ráð sem gagnast þeim í áframhaldandi skrifum.