SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Sunna Dís Másdóttir

Sunna Dís Másdóttir er fædd árið 1983. Hún er með BA-gráðu í ensku og ritlist frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í Hagnýtri menningarmiðlun frá sama skóla. Hún lauk MA-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands í október 2020.

Sunna er ein Svikaskálda og hefur ásamt þeim gefið út ljóðabækurnar Ég er ekki að rétta upp hönd (2017), Ég er fagnaðarsöngur (2018) og Nú sker ég netin mín (2019). Skáldsaga Svikaskálda, Olía, kom út hjá Forlaginu í október 2021 og hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Smásögur eftir Sunnu hafa birst í Uppskriftabók (2015) ásamt öðrum sögum eftir ritlistarnema, í Iceland Review (2020) og Tímariti Máls og menningar (2022). Fyrsta ljóðabók hennar, Plómur, kemur út hjá Forlaginu í september 2022.

Auk ritstarfa hefur Sunna starfað í ýmsum verkefnum tengdum bókmenntum á síðustu árum; sem þýðandi, ritstjóri, bókmenntagagnrýnandi, verkefnastjóri bókmennta á Borgarbókasafninu, leiðbeinandi í ritlist og ýmsu öðru.


Ritaskrá

2022  Plómur

2021 Olía (ásamt Svikaskáldum)

2019  Nú sker ég netin mín (ásamt Svikaskáldum)

2018 Ég er fagnaðarsöngur (ásamt Svikaskáldum)

2017 Ég er ekki að rétta upp hönd (ásamt Svikaskáldum)

2015 Uppskriftabók (ásamt fleiri höfundum)