Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙ 5. september 2025
SÓLIN VEIFAR SKÝJASLÆÐU
Ljóð dagsins er Vetur eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur. Ljóðið birtist fyrst í ljóðabókinni Dvergliljur sem kom út árið 1968 og síðan aftur í Ljóðasafni Vilborgar árið 2015. Árið 2019 var fyrra erindi ljóðsins rist í ryðrauðar járnplötur sem prýða steingrátt Hafnartorgið.
Vetur
Þegar slokknaði á morgunstjörnunni
varð máninn kyrr.
Sólin veifaði
skýjaslæðu
til hans
yfir fjallið
sem gleymdi að taka ofan
nátthúfuna.
varð máninn kyrr.
Sólin veifaði
skýjaslæðu
til hans
yfir fjallið
sem gleymdi að taka ofan
nátthúfuna.
Fíngerðan rósavef
óf á rúðuna
frostið.
Mynd: JGT