SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 5. september 2025

SÓLIN VEIFAR SKÝJASLÆÐU

Ljóð dagsins er Vetur eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur. Ljóðið birtist fyrst í ljóðabókinni Dvergliljur sem kom út árið 1968 og síðan aftur í Ljóðasafni Vilborgar árið 2015. Árið 2019 var fyrra erindi ljóðsins rist í ryðrauðar járnplötur sem prýða steingrátt Hafnartorgið.

 

Vetur 

Þegar slokknaði á morgunstjörnunni
varð máninn kyrr.
Sólin veifaði 
skýjaslæðu
til hans
yfir fjallið
sem gleymdi að taka ofan
nátthúfuna.
 
Fíngerðan rósavef
óf á rúðuna
frostið.

 

Mynd: JGT