Soffía Auður Birgisdóttir∙ 7. september 2025
ÉG GET EKKI eftir Elísabetu Jökulsdóttur
Ljóð eftir Elísabetu Jökulsdóttur,
flutt á Austurvelli 6. september 2025, á Samstöðufundi gegn þjóðarmorði í Palestínu.
Birt með leyfi höfundar.
ÉG GET EKKIÉg get ekki ort um nýburana sjö sem voru myrtir á gjörgæsludeild.Ég get ekki ort um litlu stelpuna sem fékk stóran brjóstsykur að gjöfÉg get ekki ort um stelpuna sem réttir fram pottinn í matarúthlutunÉg get ekki ort um litla strákinn sem kyssti hönd hjálparstarfmannsÉg get ekki ort um fjölskylduna sem var brennd lifandi inní tjaldiÉg get ekki ort um strák að gefa hungruðum ketti matinn sinn.Ég get ekki ort um systkinin níu sem voru myrt af hersveitumÉg get ekki ort um fólk í húsarústum og einhverstaðar er sófiÉg get ekki ort um handapatið og tómu pottana í matarúthlutunÉg get ekki ort um lækna sem eru myrtir við skyldustörfÉg get ekki ort um sundursprengda barnaskólaÉg get ekki ort um harmilostnar ömmur og afmynduð andlit þeirra.Ég get ekki ort um hvítu pokana með barnslíkum íÉg get ekki ort um beinaberu börnin að deyja úr hungursneyðÉg get ekki ort um sunduhlutaða líkama í strigaskómÉg get ekki ort um unga manninn og innyfli hansÉg get ekki ort um blaðamennina og raddir þeirra