SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir18. september 2025

NJÁLUREFILLINN, FYRIRLESTUR UM SKÖPUNARFERLIÐ

 
Kristín Ragna Gunnarsdóttir, teiknari og rithöfundur, segir frá gerð Njálurefils sem hún hannaði og teiknaði og fjöldi manns tók þátt í að sauma. Fyrirlesturinn fer fram í Eddu, Arngrímsgötu 5 í Reykjavík, á laugardaginn kl 13 og er haldinn í tengslum við sýninguna Heimur í orðum.
 

Njálurefillinn er um 90 metra langur og 50 sentimetra breiður refill sem lýsir atburðum í Brennu-Njálssögu. Myndir og texti úr sögunni eru prentuð á hördúk og saumað með refilsaumi. Fyrirmyndin af reflinum er Bayeux refillinn frægi, en hann er talinn hafa verið saumaður á 11. öld. 

Í byrjun árs 2013 var fyrsta sporið tekið í Njálurefilinn, en síðan þá hafa þúsundir tekið þátt í að sauma hann.

Kristín Ragna hannaði refilinn og teiknaði myndirnar. Fjallasaum ehf., stendur að baki verkefninu, en hugmyndavinna og undirbúningur var í höndum Christinu M. Bengtsson og Gunnhildar Eddu Kristjánsdóttur.

Sjá nánar á www.njalurefill.is eða kíktu á Njálurefilinn á Facebook

 

 

Tengt efni