SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir19. september 2025

SÓLFAXI AFHENTUR Á MORGUN - ÍSLENSKU BARNABÓKAVERÐLAUNIN 2025

Hér veitir Ármann Kr. Einarsson mæðgunum Sigrúnu Helgadóttur og Guðrúnu Hannesdóttur íslensku barnabókaverðlaunin árið 1996 fyrir Risann þjófótta og skyrfjallið. Ólafur Ragnarsson útgefandi fylgist með. Ljósm: Ásdís Ásgeirsdóttir
 
Á morgun, fimmtudaginn 18. september kl 17, verður Sólfaxi - íslensku barnabókaverðlaunin 2025 afhent við hátíðlega athöfn og tilkynnt um þá bók sem hlýtur verðlaunin. Viðburðurinn er í Bókabúð Forlagsins á Fiskislóð, húsið opnar 16:30.
 
Sólfaxi er árleg viðurkenning fyrir myndríka barnabók en að verðlaununum standa fjölskylda Ármanns Kr. Einarssonar, Barnavinafélagið Sumargjöf og Forlagið. Markmiðið með Sólfaxa er að efla íslenskar barnabækur þar sem myndir og texti mynda sterka og jafna heild, allt frá myndabókum fyrir yngstu lesendur til myndasagna fyrir unglinga.
 
Stofnað var til Íslensku barnabókaverðlaunanna 1985 í tilefni af sjötugsafmæli Ármanns Kr. og voru verðlaunin veitt í fyrsta sinn vorið 1986. Í dómnefnd sitja þrír aðilar, verðlaunafé er 1.500.000 auk höfundarlauna. Forlagið gefur sigurhandritið út sem bók.
 
Komið og fagnið nýjum sögum og íslenskri barnabókmenningu! 
 

Íslensku barnabókaverðlaunin hafa verið veitt fyrir eftirtaldar bækur:

Emil og Skundi eftir Guðmund Ólafsson, 1986
Franskbrauð með sultu eftir Kristínu Steinsdóttur, 1987
Fugl í búri eftir Kristínu Loftsdóttur, 1988
Álagadalurinn eftir Heiði Baldursdóttur, 1989
Í pokahorninu eftir Karl Helgason, 1990
Gegnum þyrnigerðið eftir Iðunni Steinsdóttur, 1991
Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingsson, 1992
Brak og brestir eftir Elías Snæland Jónsson, 1993
Röndóttir spóar eftir Guðrúnu H. Eiríksdóttur, 1994
Eplasneplar eftir Þóreyju Friðbjörnsdóttur, 1995
Grillaðir bananar eftir Ingibjörgu Möller og Fríðu Sigurðardóttur, 1996
Margt býr í myrkrinu eftir Þorgrím Þráinsson, 1997
Heljarstökk afturábak eftir Guðmund Ólafsson, 1998
Leikur á borði eftir Ragnheiði Gestsdóttur, 2000
Sjáumst aftur … eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur, 2001
Ferðin til Samiraka eftir Hörpu Jónsdóttur, 2002
Biobörn eftir Yrsu Sigurðardóttur, 2003
Leyndardómur ljónsins eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, 2004
Háski og hundakjöt eftir Héðin Svarfdal Björnsson, 2006
Loforðið eftir Hrund Þórsdóttur, 2007
Steindýrin eftir Gunnar Theodór Eggertsson, 2008
Þvílík vika eftir Guðmund Brynjólfsson, 2009
Ertu Guð, afi? eftir Þorgrím Þráinsson, 2010
Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur, 2011
Hrafnsauga eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson, 2012
Ótrúleg ævintýri afa eftir Guðna Líndal Benediktsson, 2014
Skuggasaga – Arftakinn eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur, 2015
Skóladraugurinn eftir Ingu Mekkín Beck, 2016
Er ekki allt í lagi með þig? eftir Elísu Jóhannsdóttur, 2017
Stormsker – Fólkið sem fangaði vindinn eftir Birki Blæ Ingólfsson, 2018
Rannsóknin á leyndardómum Eyðihússins eftir Snæbjörn Arngrímsson, 2019
Vampírur, vesen og annað tilfallandi 
eftir Rut Guðnadóttur, 2020
Ljósberi eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson, 2021

Engin verðlaun hafa verið veitt frá 2022

 

Tengt efni