SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir17. september 2025

STYRKIR FRÁ HAGÞENKI - TAKK FYRIR OKKUR!

Í dag voru afhentir starfsstyrkir Hagþenkis til ritstarfa en hægt er að sækja um styrk árlega. Þær gleðifréttir bárust að  ritnefndarkonur skáld.is fengu styrk að þessu sinni til ýmissa verkefna sem tengjast vefnum.  Þær eru Jóna Guðbjörg Torfadóttir, Magnea Þuríður Ingvarsdóttir, Soffía Auður Birgisdóttir og Steinunn Inga Óttarsdóttir og styrkupphæðin nam 300.000 kr á hverja.

Í úthlutunarnefndinni sitja:

Arnór Gunnar Gunnarsson, Sólrún Harðardóttir og Úlfhildur Dagsdóttir.

Ritstjórn skáld.is þakkar kærlega fyrir sig og gengur nú glöð að verkefnum vetrarins, sem felast í að fylla á vefinn, halda honum lifandi með alls konar áhugaverðu efni og halda áfram ötullega að kynna íslenskar skáldkonur.

Á myndinni má sjá þær Soffíu Auði og Magneu taka við viðurkenningum og styrk - en Jóna og Steinunn Inga voru því miður fjarri góðu gamni vegna anna.

 

 

 

 

 

 

Tengt efni