SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 3. október 2025

ÁLFHEIÐUR KRISTVEIG LÁRUSDÓTTIR BÆTIST VIÐ SKÁLDATALIÐ

Álfheiður Kristveig Lárusdóttir hefur bæst við Skáldatalið.

Álfheiður hefur sent frá sér ljóðabækurnar, Korn (1974) og Koma fuglanna / Arrival of the birds (2025) auk þess að fá birt eftir sig fjölda ljóða, bæði frumort og þýðingar, í íslenskum og erlendum tímaritum.  

Hér má lesa eitt ljóða Álfheiðar sem birtist í Ljóðormi árið 1986:

 

Flug
 
Langt handan við ólgufjöll
í þokunni með regnvott andlit
 
komdu, fætur mínir þrá undirlendi þitt.
 
Án áfangastaðar með þér
fagurfugl
þú sem býrð í lófum mínum
 
fljúgðu ekki of geyst
fingur mínir seinir í svifum
elska flug þitt
 
augun éta hár mitt
fjöllin í andliti þínu
verða hærri og hærri
 
komdu fugl
fjör míns
og fljúgðu gleðinni heim
fljúgðu kátum orðleikjum í hreiður mitt.