Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙ 3. október 2025
ÁLFHEIÐUR KRISTVEIG LÁRUSDÓTTIR BÆTIST VIÐ SKÁLDATALIÐ
Álfheiður Kristveig Lárusdóttir hefur bæst við Skáldatalið.
Álfheiður hefur sent frá sér ljóðabækurnar, Korn (1974) og Koma fuglanna / Arrival of the birds (2025) auk þess að fá birt eftir sig fjölda ljóða, bæði frumort og þýðingar, í íslenskum og erlendum tímaritum.
Hér má lesa eitt ljóða Álfheiðar sem birtist í Ljóðormi árið 1986:
Flug
Langt handan við ólgufjöll
í þokunni með regnvott andlit
komdu, fætur mínir þrá undirlendi þitt.
Án áfangastaðar með þér
fagurfugl
þú sem býrð í lófum mínum
fljúgðu ekki of geyst
fingur mínir seinir í svifum
elska flug þitt
augun éta hár mitt
fjöllin í andliti þínu
verða hærri og hærri
komdu fugl
fjör míns
og fljúgðu gleðinni heim
fljúgðu kátum orðleikjum í hreiður mitt.