Soffía Auður Birgisdóttir∙15. október 2025
AF ÁSTU SIGURÐARDÓTTUR
Út er komin bókin Mamma og ég þar sem Kolbeinn Þorsteinsson segir sögu sína og móður sinnar, Ástu Sigurðardóttur, rithöfundar.
Í kynningu útgefanda segir:
Saga mæðginanna Kolbeins Þorsteinssonar og Ástu Sigurðardóttur rithöfundar. Ásta var þjóðþekkt sem rithöfundur og nánast goðsögn vegna skrifa sinna. Einkalíf hennar var þó enginn dans á rósum. Ásta glímdi við óreglu lengst af ævi sinni og barðist við þá djöfla sem fylgdu fíkninni. Börn hennar voru tekin af henni og send í fóstur