SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 1. nóvember 2025

LJÓÐSTAFIR KVENNA Í OLÍU

Nú stendur yfir sýningin Olíubrák - Ljóðstafir kvenna í olíu. Á henni sýnir Angela Snæland verk sem hún málar upp úr ljóðum genginna skáldkvenna.

Sýningin er í Bárunni, á Bárugötu 31, Akranesi. Hér má nálgast Facebook-viðburð hennar. 

Ein af skáldkonunum sem á ljóð á sýningunni er Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum og ljóðið er Lítil sem lesa má hér: 

 

Lítil

Lítill máttur lyfti mér,
lítið gerði eg með hann.
Lítil kom og lítil er,
lítil fer ég héðan.
 
Aldrei viður vænn og hár
vex í hrjósturslandi.
Líkaminn er limasmár,
lítilsigldur andi.
 
Ef ég loksins ljósheim næ,
lífs þar stigin hækka.
Skilyrðin ögn skárri fæ,
skyldi ég ekki stækka?
 
 
 

Á vefsíðu Kvennaárs má finna frekari umfjöllun um viðburðinn og yfirlit yfir skáldkonurnar og verk þeirra sem öðlast nýtt líf á sýningunni.