Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙31. október 2025
LAXDÆLA Á LAUGARDEGI

Á morgun verður boðið upp á Laxdæluþing en Laxdæla er eina Íslendingasagan sem er talin mögulega skrifuð af konu þar sem margar sterkar kvenpersónur koma við sögu og talsvert er lagt upp úr lýsingu á klæðaburði. Á þinginu eru einnig konur í meirihluta með erindi og þar að auki stíga tvær skáldkonur á stokk til að flytja ljóð. Þingið er helgað minningu Jenny Jochens (1928‒2025).
Laxdæluþing verður haldið í Eddu, að Arngrímsgötu 5 og stendur frá 14 til 17:30. Í boði eru léttar veitingar og eru öll velkomin. Hér fyrir neðan má sjá dagskrána:
14.00 Guðrún Ingólfsdóttir
Jenny Jochens – Minning
14.15 Haukur Þorgeirsson
Tvenns konar Laxdæla saga: Fyrstu drög að nýrri útgáfu
14.45 Brynja Þorgeirsdóttir
Raddir skáldskaparins í Laxdæla sögu
15.15 María Elísabet Bragadóttir flytur ljóð
15.30 Kaffihlé
16.00 Torfi H. Tulinius
Baráttan um blóðið. Laxdæla og átök Sturlungaaldar
16.30 Guðrún Nordal
Konurnar í Sælingsdalstungu
17.00 Kristín Ómarsdóttir flytur ljóð