SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir24. nóvember 2025

LÓA HLÍN, RÆKJUVÍK OG SMÁBÓKASMIÐJA

Á morgun verður boðið upp á lestrarstund og smábókasmiðju í Borgarbókasafninu Grófinni. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir les úr nýjustu bók sinni, Rækjuvík, saga um dularfull skeyti og stuð og stýrir smábókasmiðju fyrir alla fjölskylduna. Viðburðurinn stendur frá kl. 16:30 - 18:00 
 
Um Rækjuvík segir:
 
Eftir langan, dimman vetur og vægast sagt glatað vor, er sólin loksins mætt til Reykjavíkur. Tvíburasystkinin Inga og Baldur eru komin í sumarfrí og forvitni þeirra er vakin þegar þau finna dularfullt flöskuskeyti. Þau ákveða að rannsaka málið á sinn einstaka hátt og ævintýri hversdagsins hefjast! Rækjuvík er bráðskemmtileg, fyndin, litrík og falleg bók um systkini sem eru jafn ólík og dagur og nótt. Hún er sjálfstætt framhald Grísafjarðar og Héragerðis.