SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir24. desember 2025

JÓLALJÓÐ I: AÐFANGADAGUR EFTIR ÞURÍÐI GUÐMUNDSDÓTTUR

Þessa þrjá hátíðisdaga verða birt ljóð eftir skáldkonur úr bókinni Jólaljóð sem Gylfi Gröndal tók saman. 

Á aðfangadegi er við hæfi að birta samnefnt ljóð eftir skáldkonuna Þuríði Guðmundsdóttur. Um leið óskar Skáld.is dyggum lesendum og velunnurum vefsins gleðilegra jóla og vonar að þið eigið góð og gleðileg bókajól!

 

Aðfangadagur
 
Friðarljós
við krossa
 
klukka 
drúpir höfði
 
dagur Krists
krýndur
vetrarþyrnum
 
rauð blóm
lita snjóinn
 

(bls. 114)

 

Tengt efni