HARPA, LJÓÐMÆLI I
Þann 31. desember s.l. voru liðin 199 ár frá því Guðlaug Guðmundsdóttir skáldkona frá Lyngum í V-Skaftafellsýslu fæddist. 
Árið 1930 kom út lítil ljóðabók með ljóðunum hennar útgefið af fóstursyninum Ásmundi Jónssyni. Ljóðabókin heitir Harpa, ljóðmæli I og þar er að finna safn af ljóðum eftir hana. Ljóðin eru flest öll erfiljóð eins og tíðkaðist í þá daga.
Í formála bókarinnar segir Ásmundur m.a.:
Ljóðmæli þau, er hjer birtast, eftir skáldkonu Guðlaugu sálugu Guðmundsdóttur, hafa þau einkenni og kosti, að í þeim lýsir sjer einlæg trú, kærleikur og von á sigur alls hins góða; sömuleiðis einlægur vilji, að gleðja hvern hryggan í orði, með hlýjum vinar- og kærleiks anda, og auðvitað var hið sama markmið hennar í verki, á meðan hjer lifið, eins og ástæður leyfðu. Ljóðin eru vel orkt og samin á hennar tíð, þó kunni að hafa annan blæ en nútíðar-kveðskapur. En menn verða að gæta þess, að eigi er sanngjarnt að gera jafnháar kröfur til al-ómentaðs alþýðufólks eins og þess er mentunar nýtur eftir föngum frá barnsaldri eins og nú sjer alment stað. Enn á hennar uppvaxtarárum, þótti gott, ef menn lærðu sæmilega að lesa, en örfáir lærðu að skrifa, og svo var og um hana, að hún lærði það eigi. - Lífsstarf hennar frá barnæsku hjer var að vinna sjer og öðrum lífsuppeldi með ærlegu líkams erfiði, hvað hún framkvæmdi með dáð og árvekni meðan kraftar leyfðu. - Kveðskapur hennar var aukaatriði, aðeins í tómstundum og jafnhliða líkamsvinnu, en ljóðgáfan var henni víst í fullum mæli inn gefin frá barndómi. - Jeg hefi safnað litlu sýnishorni ljóðmæla hennar; og af því mjer virðast þau eigi standa að baki mörgu er nú á tímum kemur út, bæði í bundnu og óbundnu máli, tekst jeg á hendur að reyna að koma þeim fyrir almenningssjónir.
Lengi lifir mannorð mætt, þó maðurinn deyi, og ætíð nafn þeirra, er láta eftir sig perlur andlegra ljóða. Mjer finst það vera besti minnisvarðinn, sem afkomendur eða skyldmenni geta reist sínum burt dánu ástvinum, að koma því fyrir almenningssjónir, ef þeir höfðu ekki kost á því í lifandi lífi, sem algengast hefir verið á voru fátæka og fámenna Íslandi jeg vil gjöra mjer að skyldu, að vinna að nefndu verki eftir bestu sannfæringu og þekkingu, og reyna að afbaka ekki ljóðin í meðförum vísvitandi. Jeg bið og treysti og vona alls hins besta af heiðvirðum sonum og dætrum fósturlandsins, eldri sem yngri, að reynast mjer hollvættir í nefndu efni.
Útgefandi.
Svo segir einnig:
Vil jeg í stuttu máli minnast skáldkonunnar, er hún kom á heimili föður míns sáluga og okkar móðurleysingjanna er 4 vorum á lífi, hverjum hún gekk í móðurstað eftir megni og sinni bestu sannfæringu, með innilegri góðsemd, bæði í andlegum og líkamlegum efnum. Hennar innilegasta hjartans þrá var að eftirláta okkur hið fegusta dygðardæmi með framkomu sinni; hvatti okkur að byrja og enda daginn með innilegri bæn og þakklæti til gjafarans allra góðar hluta. Og sjerstaklega vil jeg minnast á bænrækni hennar og virðingu fyrir helgum dögum yfirleitt, á hverjum hún vildi ætið láta lesa húslestra hið fyrsta að við var komið og eigi láta vinna annað en nauðsynlegustu heimilisstörf. - Sjerstaklega eru mjer minnistæðir fjórir dagar ársins, sem sje, jól , páskar, fösturdagurinn langi og sumardagurinn fyrsti, á hverjum hún las og söng áður en nokkuð var farið að vinna heimilsstörfum, svo árla sem unt var. - Enn eigi að síður var hún hin mesta starfs og áhuga kona í hvítvetna, meðan fjör og kraftar entust, en hennar hreinasta hugsjón og markmið voru þessi orð frelsara vor: ,,Leitið fyrst guðsríki og mun yður þá alt annað vietast". því faðrinn veit hvers þjer þarfnist. Betur að hin unga kynslóð vorra tíma hefði alment slíka hugsjón og samheldni að framkvæma.
Þetta eru orð manns sem fæddur var á 19. öldinni. Hann veitir okkur smá innsýn inn í heimilislíf venjulegs alþýðufólks á Íslandi fyrir aldamótin 1900. Trúin og kærleikurinn var ríkur þáttur í heimilishaldi þessa fólks og því ekki að undra að ljóðin hennar Guðlaugar endurspegli það. Hér á eftir verður sett fram nokkur erindi af ljóðum til Þuríðar Ólafsdóttur frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi fyrst kveðið á banasæng svo erfiljóð.
Á banasængEinatt vill mitt yndi dvína,er jeg frjetti vini mína,sára hrygð og sorgir pína,sem mig glöddu líf um tíð.Ein af þessum auðarhlíður,Ólafsdóttir skýr Þuríður,sáran næsta sjúkdóm líður,sinni nú á ellitíð.Hana þekki´ eg mannval mesta,margoft hefir gjört mig hresta,ástar meður alúð besta,æruverðug lífs um tíð.Henni hjá minn hugar dvelur,hana drottins miskunn felur,þennan biðja vin sjer velurvinu fyrir lifs við stríð.Hennar sjúkdóm sára græðir,sanna gefi þolinmæði,í brjósti eg kenni´ eg bið og ræðibestur mest um silkihlíð.Ástar renni augum sínum,æ að kvenna sóma fínum,sjálfur grenni sótt og pínu,sætu mætan gefi frið.Henni lýður hjúkri góðir,hjarta blíðir geðs um slóðir;á það prýðis mæta móðirmeira en skilið alla tíð.Dýrstur Jesú dreyrinn rauðidrjúp á víf, þá fer að dauði.Sálin krýnist æðstum auð,eilíðar um langa tíð.....EftirmæliÓ, herra drottinn allsvaldandi,anda þíns styrk til gef þú mjer,hjer að jeg kunni á harma landi,hjartans lofgjörð að færa þjer,það fyrir gott jeg þekkja má,því sem oss veitir gæska há.og svo þettaLaus af stríði ljúf Þuríður blíðahelgum lýðum lifir hjá,laufguð prýðir himnum á.Launin góðu gleðja fljóðið dýra,dygðarblóma´ er býtti hjer,besta sómakrónu ber.
