
Guðlaug Guðmundsdóttir
Guðlaug Guðmundsdóttir var fædd 31. desember árið 1827 og uppalin í Hörglandskoti á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Foreldrar hennar, Guðmundur Eiríksson og Sigríður Egilsdóttir bjuggu allan búskap á sama bæ og sáluðust þar.
Þrítug að aldri fluttist Guðlaug suður í Meðalland og giftist þar ekkjumanni Jóni Einarssyni á Grímsstöðum, bjó með honum í nokkur ár og eignaðist börn, hvar af tvö komust á fullorðinsár. Að honum látnum var hún ekkja í 8 ár en giftist síðan ekkjumanni Jóni Ásmundssyni á Ytri-Lyngum í Meðallandi, er fyrir skömmu var búinn að missa fyrri konu sína, Steinunni Jónsdóttur frá Heiðarseli á Siðu.
Guðlaug lést árið 1902.
Ritaskrá
- 1930 Harpa. Ljóðmæli I
