SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir22. október 2017

Frumbirting ljóðs: Æfingar - Heiðrún Ólafsdóttir

 

Skáld.is frumbirtir ljóð eftir Heiðrúnu Ólafsdóttur en ný ljóðbók eftir skáldið er væntanleg 1. nóvember. Frekari upplýsingar um skáldkonuna má finna í skáldatalinu hér á Skáld.is.

 

 

Æfingar 
 
Teygi þolinmæðisþráðinn,
 
æfi traustvöðvana.
 
 
Er með úniversið
 
í maganum
 
hvorki meira né minna.
 
Mig grunar að samviska mín
 
búi í Norðurmýrinni.
 
Virðist samt hafa týnt
 
bæði tunglinu
 
og sjálfri mér.
 
 
Dreymir drjúpandi smjör
 
og vakna með harðsperrur
 
eftir síðdegiskríuna.
 
Held ég taki lúra
 
til endurskoðunar.
 
 
Suma daga er mér um megn
 
að bjarga heiminum.