SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir21. nóvember 2019

Hann lofar sig sjálfur...

​​​​https://www.google.com/search?biw=1376&bih=767&tbm=isch&sxsrf=ACYBGNQ9OMH5HTtPRlILxCW7pcGgAc18jA%3A1574373743023&sa=1&ei=bwnXXbFy6KWbBcLFrogP&q=m%C3%B3%C3%B0uhar%C3%B0indin&oq=m%C3%B3%C3%B0uhar%C3%B0indin&gs_l=img.1.0.0j0i24.14654.21600..23071...3.0..1.110.3683.40j2......0....1..gws-wiz-img.....10..35i362i39j35i39j0i30j0i10i30j0i5i30j0i5i10i30._f4s66ynrU4#imgrc=jaazvKNQnzYDfM

Minningu Skáld-Siggu (Sigríðar Gunnlaugsdóttur) er haldið á lofti í dag. Hún fæddist um 1760 og dró fram lífið á miklum harðindatímum í sögu þjóðarinnar. Ekki hefur margt varðveist af kveðskap hennar og kviðlingur eftir hana var eignaður Bólu-Hjálmari af einhverjum ástæðum (sjá nánar hér).

Skáld-Sigga orti svo um eigimann sinn:

Sástu mann, svipþungan,

fullvaxinn, gráleitan,

grettir oft kampaskinn,

teprar augu, viprar vör,

vanur á kæki,

góma beitir hvössum hjör,

hláturs með skræki,

hárþunnur, hnútar í skalla,

hugstoltur, ræður sér valla,

níðorður um nábúa alla;

einatt segir: a og nú.

Lyginn, svikull, latur, þrár,

hann lofar sig sjálfur,

lyginn, svikull, latur, þrár,

hann lofar sig sjálfur.