Steinunn Inga Óttarsdóttir∙21. nóvember 2019
Hann lofar sig sjálfur...
Minningu Skáld-Siggu (Sigríðar Gunnlaugsdóttur) er haldið á lofti í dag. Hún fæddist um 1760 og dró fram lífið á miklum harðindatímum í sögu þjóðarinnar. Ekki hefur margt varðveist af kveðskap hennar og kviðlingur eftir hana var eignaður Bólu-Hjálmari af einhverjum ástæðum (sjá nánar hér).
Skáld-Sigga orti svo um eigimann sinn:
Sástu mann, svipþungan,
fullvaxinn, gráleitan,
grettir oft kampaskinn,
teprar augu, viprar vör,
vanur á kæki,
góma beitir hvössum hjör,
hláturs með skræki,
hárþunnur, hnútar í skalla,
hugstoltur, ræður sér valla,
níðorður um nábúa alla;
einatt segir: a og nú.
Lyginn, svikull, latur, þrár,
hann lofar sig sjálfur,
lyginn, svikull, latur, þrár,
hann lofar sig sjálfur.