SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir26. nóvember 2019

ALVÖRU MEÐMÆLI

Hressasta barnabókin í ár er Eyðieyjan - urr og öskur, fótur og fit. Systurnar Ásta og Kata eru komnar á afskekkta eyju þar sem allt getur gerst og tíminn er afstæður. Höfundurinn er Hildur Loftsdóttir og þetta er hennar fyrsta skáldverk en viðbúið að hún lumi á meira efni. Hana hafði lengi langað til að skrifa bók og smám saman læddust þær systurnar inn í kollinn á henni ásamt afa gamla, rauðhausagengi, álfum og furðuverum sem heimtuðu að komast á blað. Þrír lesendur á aldrinum 8-13 ára mæla með Eyðieyjunni á bókarkápunni og það eru sko alvöru meðmæli.

 

Tengt efni