SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Hildur Loftsdóttir

Hildur Loftsdóttir er fædd 9. apríl 1968 í Svíþjóð. Hún ólst upp á Akureyri þar til hún fluttist til Frakklands 1988 að leggja stund á frönsku og kvikmyndafræði. Eftir heimkomuna vann hún hátt í 20 ár á Morgunblaðinu sem blaðamaður. Hildur hefur einnig stundað nám við Háskóla Íslands í almennri bókmenntafræði og ritlist, og í Tónlistarskóla FÍH í söng. Um níu ára skeið bjó Hildur í Bandaríkunum og starfaði við menningarstofnunina Scandinavia House í New York. Þar var hún íslenskukennari og umsjónarmaður barnaseturs, auk þess að skipuleggja uppákomur tengdar íslenskri menningu. Hún var einnig skipuleggjandi Klikkaðrar menningar, 40 ára afmælishátíð Geðhjálpar 2019.

Hildur býr í Reykjavík ásamt tveimur dætrum sínum.


Ritaskrá

  • 2020 Hellirinn. Blóð, vopn og fussum fei
  • 2019 Eyðieyjan. Urr, öskur, fótur og fit

Tengt efni