Steinunn Inga Óttarsdóttir∙12. janúar 2019
EYRARRÓS - eftir Iðunni Steinsdóttur
Iðunn Steinsdóttir orti árið 1973:
Ég ferðaðist um firnindi og klungur
á fjallaslóð
við augum blasti urð og jökulsprungur
og auðnin hljóð.
En innst í þessu ördeyðunnar landi
ég undur leit
því eyrarrós þar óx úr grýttum sandi
svo ung og teit.
Á öðrum stöðum aðrar rósir skarta
við ómælt hrós
en engin gerir auðnina svo bjarta
sem eyrarrós.
Mynd: Picssr