SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Iðunn Steinsdóttir

Iðunn Steinsdóttir fæddist þann 5. janúar 1940 á Seyðisfirði.

Iðunn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1960 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1981.

Iðunn vann hjá Skipaútgerð ríkisins frá 1960 til 1962 og starfaði síðan við grunnskólakennslu um nokkurra ára skeið og kenndi m.a. á Húsavík og við Laugarnesskóla. Frá 1987 hefur hún að mestu fengist við ritstörf.

Iðunn sat í stjórn Leikfélags Húsavíkur 1968-1972 og í stjórn Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur 1989-1991. Hún var í ritstjórn blaðsins Börn og bækur 1985-1989 og í átti þátt í að ritstýra bókinni Dagamunur sem gefin var út í tilefni 70 ára afmælis Kvenfélagssambands Suður-Þingeyinga 1975.

Iðunn er formaður Barna og bóka, Íslandsdeildar IBBY samtakanna.

Fyrsta verk Iðunnar er barnabókin Knáir krakkar sem kom út árið 1982 og síðan hefur hún sent frá sér fjölda barnabóka, meðal annars bækurnar um prakkarana Snuðru og Tuðru sem notið hafa mikilla vinsælda. Margar smásögur Iðunnar hafa birst í barnablaðinu Æskunni og hefur hún einnig samið sögur fyrir barnatíma útvarps og sjónvarps.

Iðunn hefur samið handrit að sjónvarpsmyndum og þáttaröðum fyrir börn auk handrits að fræðslumyndinni Ég veðja á Ísland sem hún samdi fyrir Námsgagnastofnun. Hún hefur skrifað fjölda námsbóka fyrir grunnskóla og einnig samdi hún barnaefni fyrir Umferðaráð. Þá á hún fjölda söngtexta á hljómplötum. Hún hefur skrifað leikrit í samvinnu við systur sína, Kristínu Steinsdóttur rithöfund.

Iðunn hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir ritstörf sín.

Iðunn er gift og á þrjú uppkomin börn og býr í Reykjavík.

 


Ritaskrá

 • 2023  Handan blárra fjalla (Ljóðasafn)
 • 2021  Snuðra og Tuðra fara í útilegu
 • 2020  Snuðra og Tuðra fara í sund
 • 2019  Snuðra og Tuðra í sólarlöndum
 • 2019  Snuðra og Tuðra taka til
 • 2018  Snuðra og Tuðra eiga afmæli
 • 2018  Snuðra og Tuðra í sveitaferð
 • 2015  Hrólfs saga. Fönnin hylur sporin
 • 2014  Leitin að geislasteininum
 • 2008  Allra sálna messa
 • 2008  Snuðra og Tuðra í jólaskapi
 • 2007  Mörkin horfin (með Kristínu Steinsdóttur)
 • 2007  Mánudagur - bara einu sinni í viku
 • 2007  Snuðra og Tuðra og eyðslupúkinn
 • 2005  Fyrsta bókin um Sævar
 • 2004  Galdur Vísdómsbókarinnar
 • 2004  Snuðra og Tuðra laga til í herberginu sínu
 • 2003  Kynjaverur í Kverkfjöllum
 • 2002  Snuðra og Tuðra í jólabakstri
 • 2001  Litlu landnemarnir
 • 2000  Haustgríma
 • 1997  Út í víða veröld
 • 1996  Þokugaldur
 • 1994  Með bómull í skónum
 • 1993  Er allt að verða vitlaust?
 • 1992  Fjársjóðurinn í Útsölum
 • 1992  Snuðra og Tuðra eiga afmæli
 • 1992  Snuðra og Tuðra halda jól
 • 1992  Snuðra og Tuðra laga til í skápum
 • 1992  Snuðra og Tuðra láta gabba sig
 • 1992  Snuðra og Tuðra og fjóshaugurinn
 • 1991  Gegnum þyrnigerðið
 • 1991  Ormurinn í Lagarfljóti
 • 1991  Snuðra og Tuðra fara í strætó
 • 1991  Snuðra og Tuðra í búðarferð
 • 1991  Snuðra og Tuðra í miðbænum
 • 1991  Snuðra og Tuðra missa af matnum
 • 1991  Snuðra og Tuðra verða vinir
 • 1991  Ævar á grænni grein
 • 1990  En það borgaði sig
 • 1990  Skuggarnir í fjallinu
 • 1989  Drekasaga
 • 1988  Víst er ég fullorðin
 • 1987  Iðunn og eplin
 • 1987  Olla og Pési
 • 1986  Jólasveinarnir
 • 1984  Fjallakrílin, óvænt heimsókn
 • 1983  Fúfú og fjallakrílin
 • 1982  Íkorninn í skóginum
 • 1982  Knáir krakkar: íslensk barnasaga
 • 1982  Það er mús í húsinu

Iðunn hefur einnig skrifað fræðigreinar og námsefni og eftir hana liggja leikritagerðir í handritum.  

Verðlaun og viðurkenningar

 • 2008  Þriðju verðlaun í draugasögusamkeppni hátíðarinnar Draugar úti í mýri fyrir Allra sálna messa
 • 2007  Heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands
 • 2000  Heiðurslaun Bókasafnssjóðs höfunda 
 • 1997  Viðurkenning Hagþenkis fyrir Námsefni í kristnum fræðum (ásamt Sigurði Pálssyni)
 • 1994  Viðurkenning Íslandsdeildar IBBY samtakanna fyrir Er allt að verða vitlaust?
 • 1991  Heiðurslisti IBBY samtakanna fyrir Gegnum þyrnigerðið
 • 1991  Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Gegnum þyrnigerðið
 • 1989  Þriðju verðlaun Leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur fyrir Randaflugur (ásamt Kristínu Steinsdóttur)
 • 1989  Önnur verðlaun Leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur, fyrir Mánablóm (ásamt Kristínu Steinsdóttur)
 • 1988  Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir Olli og Pési
 • 1986  Smásagan Aspadista og erfðagóss var valin til birtingar í bókinni Smásögur Listahátíðar
 • 1986  Fyrstu verðlaun í Leikritasamkeppni Ríkisútvarpsins fyrir 19. júní (ásamt Kristínu Steinsdóttur)
 • 1984  Verðlaun í samkeppni Námsgagnastofnunar um léttlestrarefni fyrir Bras og þras á Bunulæk

 

Þýðingar

 • 2020  Lína eftir Lydiu Didriksen
 • 2005  Fyrsta bókin um Sævar eftir Listbeth Iglum Rønhovde, Marianne Mysen
 • 1982  Það er mús í húsinu eftir Richard Fowler
 • 1982  Íkorninn í skóginum eftir Richard Fowler

 

Tengt efni