SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir24. september 2022

KERLINGAR AÐ SKRIFA FYRIR KRAKKA

Kristín Steinsdóttir (f. 1946) hefur sent frá sér tæp 30 skáldverk og þýðingar frá árinu 1987.  Magnaðar skáldsögur eins og t.d. Bjarna-Dísa og Ljósa sitja í minninu og leita á lesanda áfram löngu eftir að lestri er lokið.

Þá skrifaði hún líka frábærar bækur fyrir börn. Aðspurð í skemmtilegu og fróðlegu viðtali við skáld.is fyrir tæpu ári síðan hvort það væri mikill munur á að skrifa fyrir börn og fullorðna, sagði hún: „Já það er töluverður munur en ekki síður vandaverk. Í dag hafa viðhorfin vonandi breyst en áður heyrðist oft að þetta væru nú bara barnabækur, kerlingar að skrifa fyrir krakka.“

 

 

 

Kristín hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga í gegnum árin:

  • 2013 - Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir framlag til íslenskra bókmennta
  • 2011 - Fjöruverðlaunin. Bókmenntaverðlaun kvenna: Ljósa
  • 2010 - Menningarverðlaun DV í bókmenntum: Ljósa
  • 2008 - Sögusteinn, barnabókaverðlaun IBBY á Íslandi: Veitt fyrir feril
  • 2007 - Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins
  • 2007 - Silfurstjarnan (verðlaun sænksu IBBY samtakanna): Engill í Vesturbænum
  • 2007 - Fjöruverðlaunin. Bókmenntaverðlaun kvenna: Á eigin vegum
  • 2004 - Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins: Engill í Vesturbænum
  • 2003 - Norrænu barnabókaverðlaunin: Engill í vesturbænum
  • 2003 - Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur: Engill í vesturbænum
  • 2003 - Vorvindar: Viðurkenning Barna og bóka, Íslandsdeildar IBBY: Engill í vesturbænum
  • 1999 - Úthlutun úr Bókasafnssjóði höfunda
  • 1998 - Bæjarlistamaður Akraness
  • 1992 - Viðurkenning Íslandsdeildar IBBY (Börn og bækur): Fjólubláir dagar
  • 1989 - Leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur, 3. verðlaun: Randaflugur (ásamt Iðunni Steinsdóttur)
  • 1989 - Leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur, 2. verðlaun: Mánablóm (ásamt Iðunni Steinsdóttur)
  • 1987 - Íslensku barnabókaverðlaunin: Franskbrauð með sultu
  • 1986 - Leikritasamkeppni Ríkisútvarpsins, 1. verðlaun: 19. júní (ásamt Iðunni Steinsdóttur) 

 

 

 

Ljósmynd: Austurfrétt

 

Tengt efni