Steinunn Inga Óttarsdóttir∙24. september 2022
KERLINGAR AÐ SKRIFA FYRIR KRAKKA
Kristín Steinsdóttir (f. 1946) hefur sent frá sér tæp 30 skáldverk og þýðingar frá árinu 1987. Magnaðar skáldsögur eins og t.d. Bjarna-Dísa og Ljósa sitja í minninu og leita á lesanda áfram löngu eftir að lestri er lokið.
Þá skrifaði hún líka frábærar bækur fyrir börn. Aðspurð í skemmtilegu og fróðlegu viðtali við skáld.is fyrir tæpu ári síðan hvort það væri mikill munur á að skrifa fyrir börn og fullorðna, sagði hún: „Já það er töluverður munur en ekki síður vandaverk. Í dag hafa viðhorfin vonandi breyst en áður heyrðist oft að þetta væru nú bara barnabækur, kerlingar að skrifa fyrir krakka.“
Kristín hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga í gegnum árin:
- 2013 - Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir framlag til íslenskra bókmennta
- 2011 - Fjöruverðlaunin. Bókmenntaverðlaun kvenna: Ljósa
- 2010 - Menningarverðlaun DV í bókmenntum: Ljósa
- 2008 - Sögusteinn, barnabókaverðlaun IBBY á Íslandi: Veitt fyrir feril
- 2007 - Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins
- 2007 - Silfurstjarnan (verðlaun sænksu IBBY samtakanna): Engill í Vesturbænum
- 2007 - Fjöruverðlaunin. Bókmenntaverðlaun kvenna: Á eigin vegum
- 2004 - Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins: Engill í Vesturbænum
- 2003 - Norrænu barnabókaverðlaunin: Engill í vesturbænum
- 2003 - Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur: Engill í vesturbænum
- 2003 - Vorvindar: Viðurkenning Barna og bóka, Íslandsdeildar IBBY: Engill í vesturbænum
- 1999 - Úthlutun úr Bókasafnssjóði höfunda
- 1998 - Bæjarlistamaður Akraness
- 1992 - Viðurkenning Íslandsdeildar IBBY (Börn og bækur): Fjólubláir dagar
- 1989 - Leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur, 3. verðlaun: Randaflugur (ásamt Iðunni Steinsdóttur)
- 1989 - Leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur, 2. verðlaun: Mánablóm (ásamt Iðunni Steinsdóttur)
- 1987 - Íslensku barnabókaverðlaunin: Franskbrauð með sultu
- 1986 - Leikritasamkeppni Ríkisútvarpsins, 1. verðlaun: 19. júní (ásamt Iðunni Steinsdóttur)
Ljósmynd: Austurfrétt