ÆVINTÝRI HVERSDAGSINS
Gaddavír og gotterí heitir ný barnabók eftir Lilju Magnúsdóttur. Á vef Bókasamlagsins sem er nýkomin út. Á vef Bókasamlagsins segir um bókina:
Í bókinni eru ... stuttar sögur af lífi barna í sveit á Íslandi fyrir nokkrum áratugum. Lífið er einfalt og skemmtilegt en líka flókið og hættulegt. Börnin leika sér mikið ein og verða að hafa ofan af fyrir sér sjálf. Dýrin og náttúran eru lífið sjálft. Ævintýri hversdagsins eru viðfangsefnið.
Þessi heimur er okkur horfinn, heimur þar sem voru engin fjarskipti nema sveitasíminn, og enginn skjár nema eitt svarthvítt sjónvarp í stofunni á betri bæjum. Allt snýst um búskapinn og dýrin. Hestarnir eru leikfélagarnir. Þeir eru oftast góðir en stundum láta þeir ekki að stjórn og þeir geta líka veikst og dáið. Hænurnar þarf að baða og það gengur ekki átakalaust. Óveður og rafmagnsleysi þekkja allir úr sveitinni, gat verið þreytandi og stundum varasamt. Réttirnar eru toppurinn á tilverunni, heill dagur af skemmtilegheitum en líka áhættuatriðum.