SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 6. október 2019

„Á ÆSITÍMUM VITFIRRTRA KYNÓRA“ - Víkingadætur eftir Kristínu M. J. Björnsson

„Nýlega er komin út skáldsagan Víkingadætur eftir Kristínu M. J. Björnsson. Bókin er annað bindi af skáldsögu höfundar. Aðalpersóna sögunnar Gréta er nú kominn til útlanda og er bókin skrifuð í formi bréfa frá Grétu til móður sinnar og annarra ættingja og vina heima á Íslandi. Bókin er prentuð í Leiftri og það er Prentsmiðjan Leiftur h.f., sem gefur hana út. Það vekur sérstaka athygli, að í bókinni er geysimikið af kvæðum og vísum, sem aðalpersónan yrkir, einnig talsvert af þýðingingum á þekktum erlendum kvæðum. Slíkt er ekki að undra, því að höfundurinn hefur einmitt verið þekktur áður fyrir ljóðagerð og orti þá undir skáldanafninu Ómar ungi. Á bls. 167 birtist þýðing á þjóðsöng Íslendinga yfir á ensku, en höfundurinn dvaldist um árabil vestanhafs.“ (Mbl, 19. nóvember 1969)

Kristín M. J. Björnsson bætist í skáldatalið í dag. Hún er 300. skáldkonan sem hafin er til vegs og virðingar á skáld.is.

Hér má lesa viðtal við Kristínu M. J. Björnsson frá 1970:

Tengt efni