SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir20. apríl 2022

FÁTÆKT OG BARNEIGNIR

 
Við lestur æviágrips Karitasar Þorsteinsdóttur Sverrisson (1852-1928) birtist mynd af konu sem að því er virðist vegna fátæktar og tíðra barneigna gat ekki sinnt hugðarefni sínu, skáldskapnum. Kom hún þó út einni ljóðabók nokkrum árum áður en hún lést.
 
Karitas var móðir Jóhannesar Kjarvals, sem fjögurra ára var sendur í fóstur til hálfbróður móður sinnar á Borgarfirði eystra. Hann komst utan til myndlistarnáms fyrir samskot góðs fólks og ríkisstyrk árið 1909. Sama ár og Karitas gaf út ljóðabók sína, 1922, settist Kjarval að í Reykjavík, sigldur og menntaður listmálari.
 

Tengt efni