SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Karitas Þorsteinsdóttir Sverrisson

Karitas var fædd 27. júlí 1852 að Króki í Meðallandi, V-Skaft. Eiginmaður hennar var Sveinn Ingimundarson, bóndi á Efri-Ey, f. 16. nóv. 1843. Eignuðust þau þrettán börn og komust tíu á legg, yngst þeirra var Jóhannes S. Kjarval listmálari. Þríbýli var á jörðinni: Efri-Ey.  Bændur voru flestir fátækir í Meðallandi á þessum tíma. „Segja má, að Karitas og Sveinn hafi tíðum verið milli húsgangs og bjargálna. Ómegð var mikil, börnin fæddust þétt, þrettán alls. Sum voru tekin í fóstur á nágrannabæi og komu lítið heim aftur“ (Ingimundur fiðla og fleira fólk, bls. 13).

Árið 1922 gaf hún út lítið kver með örfáum ljóðum, ort í Ameríku en hún flutti til vesturheims 1914 en sneri aftur 1917 til Íslands.

Ljóðin bera rím en lítið er um aðra bragarhætti. Fallegt kver með einlægum ljóðum, segir á vefnum Tófan. Karítas lést á sjúkrahúsinu í Hafnarfirði 29. júlí 1928 og hvílir í Hólavallakirkjugarði. 

Ljósm: Hörður Gabríel
Ljósm: Hörður Gabríel

 


Ritaskrá

1922 Draumljóð og vers

Tengt efni