Steinunn Inga Óttarsdóttir∙ 8. febrúar 2021
LÍKFYLGD LIÐINNA VONA - Oddný Guðmundsdóttir
Árið 1936 var Oddný Guðmundsdóttir víðförul og margfróð skáldkona frá Hóli á Langanesi stödd í Þýskalandi. Þar voru furðulegir hlutir að gerast á þessum tíma. Gekk hún m.a. fram á æskulýðsmót sem kom henni undarlega fyrir sjónir. Ekki heillaðist hún af hersýningunni sem sat þó í huga hennar. Síðan orti hún ljóðið Ferðaminningu.