Magnea Þuríður Ingvarsdóttir∙ 6. júlí 2023
„UM LOFTIÐ HRYNJA HENDINGAR"
Um loftið hrynja hendingar
á hljóðið oft ég geng
Hér er upphafsstef ljóðabókarinnar Fjallaglóð, bókinni sem við blásum nú rykið af. Höfundur hennar er Rósa B. Blöndal en hún fæddist 20. júlí árið 1913 eða fyrir 110 árum síðan.
Fjallaglóð var gefin út árið 1966 af Helgafelli í Reykjavík. Bókin er 181 blaðsíður að lengd, lítil og fer vel í hendi. Ljóðin eru öll ort undir strangri reglu bragfræðinnar og eru 57 að tölu.
Í bókinni er einnig að finna laglega þýðingu á ljóði eftir hina þekktu bresku skáldkonu Christina Georgina Rosetti:
Er dauðans nótt mig dvelurum djúpan harm ei kveð.Ei skyggi leiðið skógarbjörk,né skrýði rós þann beð.Mig vorið grasi vefur,það vökvar döggin gyllt.Í glöðum hug mig geymdueða gleymdu, ef þú vilt.Ei bregða sé ég birtu,né blæ af regni finn.Og óttusönginn grein frá greinei grípur hugur minn.um lífsins ljósaskiptiMig ljúfur draumur bar,hvort þá ég gleðst og geymieða gleymi því sem var.