SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Rósa B. Blöndals

Rósa B. Blöndals hét fullu nafni Jóhanna Rósa Björnsdóttir Blöndal. Hún fæddist 20. júlí árið 1913 í Reykjavík.

Rósa nam í Héraðsskólanum á Laugarvatni og Kennaraskóla Íslands. Hún lauk kennaraprófi árið 1934 og starfaði síðan við kennslu og skólastjórn víða um land. Lengst af var Rósa kennari á Laugarvatniþ

Rósa giftist séra Ingólfi Ástmarssyni og bjó lengst af með honum á Mosfelli í Grímsnesi. Frá árinu 1981 bjuggu hjónin á Selfossi en Ingólfur lést árið 1994.

Rósa vann mikið að ritstörfum; hún sendi frá sér bæði ljóð og lausamál, hélt erindi og birti greinar í blöðum. Einnig birtist eftir hana smásaga í Pennaslóðum árið 1959 en þar áttu tíu aðrar nafnkunnar konur stuttar sögur. Í viðtali frá árinu 1964 við þau hjónin talar Rósa hins vegar af mikilli hógværð um skáldskap sinn, vill ekki á hann minnast og kallar hann „barnabrek“ og „æskuóra.“ Það þurfi hæfileika til að skrifa segir hún.

Rósa lést 6. nóvember árið 2009.


Ritaskrá

 • 2008  Kveðjur
 • 2000  Íslands aldar árþúsunda-aldamót
 • 1998  Flúra, lúra, lýra
 • 1998  Hátíðarljóð á Þorláksmessu
 • 1989  Skáld-Rósa
 • 1987  Leyndar ástir í Njálu
 • 1974  Óður til Íslands
 • 1967  Mývatn - Þjóðgarður
 • 1966  Fjallaglóð
 • 1959  Smásaga í safnriti kvenna, Pennaslóðir
 • 1938  Lífið er leikur
 • 1933  Þakkir

 

Verðlaun og viðurkenningar

 • 1955  Smásagnasamkeppni Samvinnunnar: Nafn drottningarinnar

 

Tengt efni