SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir16. janúar 2024

HELGA NOVAK KOMIN Í SKÁLDATALIÐ

Helga Novak er skilgreind sem þýsk-íslenskur rithöfundur víða á erlendum bókmenntasíðum og því alveg tilvalið að gefa henni pláss í Skáldatalinu okkar. Helga var íslenskur ríkisborgari og notaði íslenska nafnið Helga María Karlsdóttir.

Síðastliðið vor voru fluttir afar áhugaverðir þættir um Helgu á Rás 1 í Ríkisútvarpinu og er hægt að hlusta á þá enn í hlaðvarpi RUV. Þættirnir voru fjórir og höfðu yfirskriftina HELGA NOVAK, ÍSLAND, AUSTUR-ÞÝSKALAND OG STASI og var lýst þannig:

 

 

Í þáttunum er brugðið upp mynd af sögu íslenskra námsmanna í Austur-Þýskalandi og fjallað um aðferðir Stasi við að njósna um þá. Sérstaklega er fjallað um austurþýska - síðar íslenska - rithöfundinn Helgu Novak, sem átti í senn ævintýralegt og átakanlegt lífshlaup.

Umsjónarmenn: Björn Teitsson og Helgi Hrafn Guðmundsson.

 

 

 

Helga Novak var einn áhugaverðasti rithöfundur Evrópu á sínum samtíma og við mælum með bókum hennar og útvarpsþáttunum. Ef leitað er að nafni hennar á leitir.is koma upp ýmsar færslur, greinar um Helgu og þýðingar á ljóðum eftir hana.