Magnea Þuríður Ingvarsdóttir∙ 8. apríl 2025
Rósamál
Í ljóðabók sinni Rósamál fjallar Steinunn P. Hafstað um lífið og tilveruna. Glímuna við það að vera mannvera. Ljóðin eru rík af lífsvisku og dýpt eins og segir á bókarkápu.
HvatningTrausti vinur,taktu til kostahest sem þér líkarog lætur að stjórn.Þá muntu finnafrið í hjartasem opnar þér sýninn á ófarinn vegog fegurð sem brýstúr brjósti fram,lífstaktinn fangarí faðmsins anganog ástarljóðDansinnÁ grænu fjalli sköpunnar,þar sem ekkert skyggir á birtuog sterka lífsorku sólarinnar,stígum við tvölistrænan dansundir regnboganumog náttúranVeturÍ dagreyndi égað létta á greinum trésinssem ég ann svo mjögmá ekki til þess hugsaað þær kikniundan þunganum.Þegar ég snerti þærfór um þær hríslaneins og það væri að hlæjaað vitleysunni í mér.RósamálStaulast áfram,með staf í hendi,getur ei lengurleynt fötlun sinni.Má sig vart hræra,hástöfum hljóðar,reiðin er orðinrýtingi líkust
Ljóðið Rósamál sem eru allt 14 erindi tileinkar hún móður sinni, sem og allri bókinni en móðir höfundar lést snemma árs árið 2008, sama ár og bókin kom út.
Forvitnilegur höfundur hér á ferð sem lítið hefur farið fyrir.
https://skald.is/skaldatal/562-steinunn-p-hafstad
Kveðja Magnea