Magnea Þuríður Ingvarsdóttir∙13. apríl 2025
Ljóð Guðfinnu Árnadóttur
Guðfinna Árnadóttir 1874
Úr ljóðabókinni ,,Ljóð Rangæinga, sýnisbók rangæskrar ljóðagerðar á 20. öld
ÆskuminningarMan ég fossinn fríðaog fjóluskrýdda laut,þrastasönginn þýða,þar ég sælu naut.Berjalautin bláabýsna kær mér varog lækjarlindin smáa,löngum undi ég þar.Burknablaðið grænaí bjartri fjallakleifog viðarhríslan vænamig vinalega hreif.Heiðarbrúnin hýrust,hlið og klettarið,þau æskuóðul dýruster ást mín bundin við.VorvísaBráðum kemur vorið að boða líf og yndi,bráðum sviptir jurtin vetrarhjúp að sér,bráðum hefur sólin að bræða snjó af tindi,bráðum verður hjörðin frjáls að leika sér,bráðum sést hér lóan og bráðum grænka hlíðar,bráðum syngur þröstur á laufgri skógargrein,bráðum kemur skriðið á barnahópinn fríða,brosir við mér lífið og æskuþráin hrein.HaustHlíðin grænu svipt er sumarklæðum,-svalur andi kuldalega hlær-búizt hefur bleikum rósaslæðum,bráðum vetur yfirráðum nær.Blöðin grænu blikna þegar óðum,blómin smáu hníga eitt og eitt.Með hverjum degi rósum fækkar rjóðum,röðulskinið verkað fær ei neitt.Við megnum lítið móti slíkum lögum,hið minnsta ei fáum lífgað blað né strá.Guð einn veit, hvað hentar vorum högum,,,hálmstráið" því ekkert raska má.Oss veður á í verki bæði og orði,villugjarnt á lífsins brautum er,skarðan hlut því berum oft frá borði,við blindskerin er gálaust teflum vér.Við beygjum kné og beinum ósk til hæða,er bliknar fold og nærði kuldaél,að vonir bjartar virðist hjá oss glæðaVinurinn, er jafnan reynist vel.Þess ber að gæta, er bliknar jurtalenda,allt byggist á hans fornu lagagrein,að sett við takmark sérhvert böl mun enda,á sínum tíma gróa vetrarmein.
https://skald.is/skaldatal/564-gudfinna-arnadottir