GANGSTÉTTARHELLUR
Það örlaði fyrir þakklæti er ég hugsaði til þeirra sem gáfu aftur út ljóðabókina ,,Sjáðu, sjáðu mig. ..." eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur skáldkonu. Ég safna ljóðabókunum hennar og því tók ég þessu eintaki fagnandi sem viðbót í bókahilluna mína. Bókin kom áður út árið 1995.
Ég hef því verið að lesa eitt og eitt ljóð upp úr bókinni og finnast mér ljóðin hennar hitta beint í mark feminískrar hugsana. Bókin er eins og eitt púsl í myndina mína um baráttu kvenna til sjálfstæðis, til sýnileika í bókmenntaheiminum. Í raun er hvert ljóð, hver setning og hvert orð í henni dýrmætt innlegg. Innlegg sem Elísabet hefur unnið af vandvirkni. Í mínum huga er innlegg hennar eins og hellur. Hellur í þann göngustíg sem konur hófu að leggja niður í upphafi tuttugustu aldarinnar með útgáfu verka sinna og marka með því sögu feminískra bókmennta. Göngustígur sem lengist og lengist og blómstrar og blómstrar með hverju ári.
Takk Elísabet
bls: 7
Tár mínískaldar perlursem ég græt ekkien geymi,ískaldar perlursem hrynja stöðugt,hrynja eilíflega,ekki af hvörmum mínumen einhverstaðar þarsem bergmálar.-------bls: 26Viltu leggja mig um borð í bátog ýta frá landi.Viltu hafa mig í hvítum kjól,viltu hafa blómin hvítog viltu hafa bátinn hvítanmeð hvítu segli.Viltu hafa allt hvítt,nema sjóinn og augu mín.Viltu blása í segliðog lofa mér að sigla burt.Og svo veistu það mun snjóa í hvítu sólskininu.Viltu standa örlítið álútog byrja strax að sakna mínen gleðjast að sama skapi.Því ósk mín er uppfyllt.