MARÍUKVÆÐI
Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir ,,Stjörnurnar í hendi Maríu"
Maríukvæði
Maríukvæði eru trúarleg kvæði eða sálmar ortir um Maríu mey, móðir Jesú. Þau voru mjög algeng á miðöldum bæði hér á Íslandi sem og annars staðar á Norðurlöndum og Evrópu. Flestar heimildir um Maríukvæði eru taldar ortar af karlmönnum, gæta ber þó þess að allar skráningar frá þessum tíma eru voru þess eðlis að konur voru ekki nefndar á nafn.
Í bók Guðrúnu P Helgadóttir ,,Skáldkonur fyrri ára I“ segir hún okkur frá því að á miðöldum ber skáldskap hæst í helgiljóðum. Höfundar eru flestir ókunnir og hending ræður, hvort þeir eru nefndir á nafn og er engin kona í þeirra hópi. Hinsvegar segir ennfremur að í gamalli brúðkaupssiðabók er skýrt frá því, að sú kvöð hvíli á mönnum að karlar yrki vísu, en konur kvæði Maríuvers. Ólíklegt er, að konur hafi látið sitt eftir liggja að kveða lof um hina heilögu guðsmóður, og sum Maríukvæðin eru yndisfögur og einlæg eins og hljóðaskraf barns við móður. Í helgiljóðum er Maríu sungið lof og dýrð, píslarsagan er rakin, postular, dýrlingar og helgir menn verða mönnum yrkisefni.
Hér er eitt Maríukvæði frá miðöldum og gæti eins verið ort af konu.
Máríu gekk til kirkju,mætti helgum krossi,hafði lykil á linda,lauk upp himnaríki.Kirkjan stendur á sandimeð hnappagullið á.það er hún jómfrú Máríasem þetta húsið á,Guð láti sólina skínayfir fagra fjallinu því,sem hún Máría mjólkaði kúna sína.
Helstu einkenni Maríukvæða á miðöldum eru lof um Maríu sem mildi, verndara og fyrirbæna oftast ort í rímna- eða dróttkvæðahætti og tengjast auðvitað kaþólskri hefð fyrir siðaskiptin. Maríukvæðin hafa varðveist í handritum frá 14. og 15. öld og veita innsýni inn i trúarlíf og bókmenntir miðaldanna. Konur tóku virkan þátt í trúarlífi á þessum tíma og þá er vitað að Maríudýrkun var mjög sterk meðal kvenna og kvæðin endurspelga oft móðurhlutverkið. Sem dæmi þá var kona að nafni Hildegard von Bingen fædd 1098-1179 þýsk nunna, rithöfundur og heimspekingur sem orti talsvert af helgikvæðum um Maríu mey.
Hildegard Von Bingen - Ave Maria, O Auctrix Vite.
Maríukvæði endurspegla reynsluheim kvenna þau hafa geymst í munnlegri hefð og flutningi mann fram af manni. Það er líka ljóst að í handritum má lesa sér þess til að þær þaggi frekar niður í konum auk þess sem hefð var fyrir því að nefna ekki nafn höfundar þegar um trúar og helgiljóð var um að ræða.
Í kvæðinu hér að ofan má einmitt lesa sér til um reynsluheim kvenna, kvæðið sem er ort undir dróttkvæðahætti en þó með breyttum svip. Guðrún P. segir að nýir bragarhættir ryðji sér til rúms og falli þá undir dans- og sönglaga hefðir en þó haldi stuðlasetning sér og endarímið verður hefð. Þá búi í lofsöngnum ótti við eilífa útskúfun og vonin um, að þakkargerð hljóti náð í augum dýrlinganna.
Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir gaf út ljóðabókina ,,Stjörnurnar í hendi Maríu“ 61 ljóð árið 1989 þar eru þessi erindi, gullfalleg og vel gerð. Bókina tileinkar hún Jóhannesi Páli páfa II þegar hann kom til Íslands árið 1989. 
Maríuilmanó himnabrúðurmá ég snerta skart þitthvítt og skíandimá ég snerta hönd þínablíða mjúkamá ég anda að mér ilmibrúarvandar þínsó Maríamá ég anda að mér ilmi þínumó himnabrúðurfuglarnir syngja dýrð þínaÍ maírósinar og liljurnar opnastog daggartár þÍn glitra á hvörmum þeirra.angan stígur uppaf nývöknuðu lífiangan vara þinnasem kyssa allttil lífsMáríukvæðiÓ María leiddu mig heiminn í höllina þínaþar sem barnið bjart eins og sólarhafiðkyssir mig í svefn
Albúm: Jólalag Ríkisútvarpsins 2003 | Hljóðsafn.is
Góðar stundir.
